Tourette samtökin á Íslandi ForsíðaUm samtökinHafðu samband
Hvað er Tourette? Ábendingar Greinasafn Tenglar Veftré  
Hóparnir Tourette foreldrar og Tourette-Ísland eru starfandi á Facebook.
Á döfinni
<nóvember 2017>
þrmifilasu
303112345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930123
45678910
Fréttabréf
English version
Tourette - Hagnýtar leiðbeiningar


Bók þessi kom út á Íslandi árið 2008 og er íslensk þýðing bresku bókarinnar Tourette Syndrome – A Practical Guide for Teachers, Parents and Carers

Bókina má panta með tölvupósti til tourette@tourette.is eða með því að hringja í 840-2210
Verð bókarinnar er aðeins 1.600.- kr.
Hún verður jafnvel seld í nokkrum bókabúðum og verður þar dýrari sem nemur virðisaukaskatti og verslunarálagningu.


Tourette Hagnýtar leiðbeiningar fyrir kennara, foreldra og fagfólk eftir Amber Carroll ráðgjafa einstaklings-, félags- og heilsumenntunar í Hertfordshire í Bretlandi og Mary Robertson prófessor í taugasálfræði við University College London

Þessi greinagóða handbók veitir kennurum, fagfólki og starfsfólki í skólum þekkingu og upplýsingar sem þarf til að öðlast skilning og færni við vinnu með nemendum sem hafa Tourette og höfundarnir fjalla um læknisfræðilegar lýsingar og meðferðgefa ráð varðandi greiningu og mat í skólagefa gagnlegar, margþættar aðferðir til að nota í skólum fjalla um náms-, hegðunar- og tilfinningavanda sem nemendur með TS geta átt í og hversu flókið það getur reynst starfsfólki skóla og öðrum

 

Úr kafla 2 í bókinni: Þrenns konar Tourette


Nýlega hefur verið lagt til (Robertson og Baron-Cohen 1998) að gagnlegt geti verið að skipta Tourette í þrennt:

  1. Hreint Tourette, sem er einkum og nær eingöngu fólgið í hreyfikækjum (eða kippum) og hljóð-(radd-)kækjum og hávaða.
  2. Svæsið Tourette, þar sem með í för eru soratal, bergmálstal og endurtekningareinkenni.
  3. Tourette-plús (TS+), þar sem við bætast athygli-ofvirkniröskun (ADHD), veruleg þráhyggju-áráttuhegðun (OCB) eða þráhyggju-árátturöskun (OCD) og sjálfsmeiðingarhegðun (SIB). Aðrir sem lenda í þessum flokki eru þeir sem hafa geðræn vandkvæði (svo sem þunglyndi, kvíða og persónuleikaröskun) og sem eiga við erfiða hegðun að stríða (mótþróa-þrjóskuröskun, hegðunarröskun og námserfiðleika).


Útgefið efni


  tourette@tourette.is

Þessi vefur keyrir á vefumsjónarkerfi frá Xodus.is