ATHUGIÐ! AÐALFUNDI ER FRESTAÐ

Vegna COVID-19 heimsfaraldursins hefur stjórn Tourette-samtakanna ákveðið að fresta aðalfundi sem halda átti 23. mars fram í september.

Aðalfundur Tourette-samtakanna á Íslandi verður haldinn mánudaginn 23. mars kl. 19:30 að Hátúni 10 jarðhæð, í sal beint á móti skrifstofu samtakanna.
Dagskrá aðalfundar er:
  • Setning
  • Skýrsla stjórnar
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar 
  • Lagabreytingar
  • Félagsgjald komandi almanaksárs ákveðið
  • Kosning formanns
  • Kosning stjórnar
  • Kosning skoðunarmanns og annars til vara
  • Önnur mál
Að loknum aðalfundi kemur Jónas Sigurðsson tónlistarmaður til okkar og deilir með okkur hugleiðingum sínum, en hann hefur vakið athygli fyrir að tala opinskátt um glímuna við Tourette, ADHD og kvíða.

Boðið verður upp á kaffiveitingar
Hlökkum til að sjá ykkur