Tígurinn taminn

Höfundur: Marilyn Dornbush og Sheryl Pruitt

Panta bók

Handbók fyrir kennara og foreldra barna með Tourettesjúkdóm (TS), áráttu- þráhyggjuröskun (OCD), athygli-ofvirkniröskun (ADHD) o.fl.þ.h. Fyrir kennara og foreldra barna með TS, OCD og ADHD er bók þessi alger nauðsyn!

Bókin kom út á Íslandi í maí 2002 og er íslensk þýðing bókarinnar Teaching the Tiger eftir Marilyn Dornbush og Sheryl Pruitt. Bókin er mjög gagnleg handbók við kennslu og uppeldi barna með ýmsar þroskaraskanir, og hefur hlotið lofsamlega dóma víða um heim.

Bókin er seld hjá Tourette samtökunum og lækkað verð hennar þar er aðeins 1.000.- krónur. Hægt er að panta bókina með því að smella á hnappinn "PANTA BÓK" hér fyrir ofan.  Athugið að sex af bókum þeim sem Tourette-samtökin hafa gefið út eru seldar saman í pakka á aðeins 5.000.- krónur (eldri bækurnar).