Tourette - Staðreyndir

Höfundur: Mary M. Robertson og Simon Baron-Cohen

Panta bók

Tourette staðreyndir er nauðsynleg öllum þeim sem hafa Tourette sem og aðstandendum þeirra og er einnig gagnleg læknum, kennurum, og þeim sem vilja kynna sér Tourettesjúkdóminn. Fjallað er um orsakir þessarar röskunar, greiningu og meðhöndlun, auk þess sem algengustu spurningum um Tourette er svarað.

Bókin er eftir Mary M. Robertson og Simon Baron-Cohen og er íslensk þýðing bresku bókarinnar TS: the facts. Höfundar eru sálfræðingur og geðlæknir sem hafa rannsakað Tourette árum saman.

Nýlega hefur verið lagt til (Robertson og Baron-Cohen 1998) að gagnlegt geti verið að skipta Tourette í þrennt:

  1. Hreint Tourette, sem er einkum og nær eingöngu fólgið í hreyfikækjum (eða kippum) og hljóð-(radd-)kækjum og hávaða.
  2. Svæsið Tourette, þar sem með í för eru soratal, bergmálstal og endurtekningareinkenni.
  3. Tourette-plús (TS+), þar sem við bætast athygli-ofvirkniröskun (ADHD), veruleg þráhyggju-áráttuhegðun (OCB) eða þráhyggju-árátturöskun (OCD) og sjálfsmeiðingarhegðun (SIB). Aðrir sem lenda í þessum flokki eru þeir sem hafa geðræn vandkvæði (svo sem þunglyndi, kvíða og persónuleikaröskun) og sem eiga við erfiða hegðun að stríða (mótþróa-þrjóskuröskun, hegðunarröskun og námserfiðleika). 

Bókin er seld hjá Tourette samtökunum og lækkað verð hennar þar er aðeins 1.000.- krónur. Hægt er að panta bókina með því að smella á hnappinn "PANTA BÓK" hér fyrir ofan.  Athugið að sex af bókum þeim sem Tourette-samtökin hafa gefið út eru seldar saman í pakka á aðeins 5.000.- krónur (eldri bækurnar).