TS barnið mitt

Höf. Lena Ásbjarnardóttir 

Segðu mér hvernig 
ég hjálpa get þér 
að opna þitt hjarta 
til að ég,skilji þig. 
Leyfð´mér þig faðma 
fast að mér 
elsku barnið mitt 
með tourettið sitt 

Mig langar svo mikið 
að öðlast þá trú
að hjálpað ég þér geti 
með framhaldið hér. 
Því skilning og trúnað 
ég gefa vil þér 
elsku barnið mitt 
með tourettið sitt 

Ég reyni að skilja
þá angist, en von 
sem þú augunum horfir 
allt lífið á. 
Opnaðu hug þinn 
það léttir svo á 
elsku barnið mitt 
með tourettið sitt 

Stundum ég þreytist
á hljóðunum þeim 
sem framkallað þú hefur 
daginn út og inn . 
Ég þreytist á töktum 
sem þú tileinkar þér 
elsku barnið mitt 
með tourettið sitt 

Leyfðu mér líka 
að finna það böl 
er angrar þinn huga 
og veldur hjartanskvöl. 
Leyfðu mér að hjálpa 
til að létta þér á 
elsku barnið mitt 
með tourettið sitt 

Ég faðma þig að mér 
er þú segir mér
þér líði svo illa 
inni í þér. 
Við grátum svo tárum 
til að létta lund 
elsku barnið mitt 
með tourettið sitt