Tourette - Hagnýtar leiðbeiningar

Höfundur: Amber Carroll og Mary Robertson

Panta bók

Tourette Hagnýtar leiðbeiningar fyrir kennara, foreldra og fagfólk - Þessi greinagóða handbók veitir kennurum, fagfólki og starfsfólki í skólum þekkingu, skilning og færni við handleiðslu nemenda með TS. Fjallað er um læknisfræðilegar lýsingar og meðferð og gefin ráð varðandi greiningu og mat í skóla. Fjallað er um margþættar aðferðir til að nota í skólum vegna náms-, hegðunar- og tilfinningavanda sem nemendur með TS geta átt í og hversu flókið það getur reynst starfsfólki skóla og öðrum. 

Bókin er þýðing bresku bókarinnar Tourette Syndrome – A Practical Guide for Teachers, Parents and Carers eftir Amber Carroll ráðgjafa einstaklings-, félags- og heilsumenntunar í Hertfordshire í Bretlandi og Mary Robertson prófessor í taugasálfræði við University College London.

Úr kafla 2 í bókinni:  Þrenns konar Tourette

Nýlega hefur verið lagt til (Robertson og Baron-Cohen 1998) að gagnlegt geti verið að skipta Tourette í þrennt:

  1. Hreint Tourette, sem er einkum og nær eingöngu fólgið í hreyfikækjum (eða kippum) og hljóð-(radd-)kækjum og hávaða.
  2. Svæsið Tourette, þar sem með í för eru soratal, bergmálstal og endurtekningareinkenni.
  3. Tourette-plús (TS+), þar sem við bætast athygli-ofvirkniröskun (ADHD), veruleg þráhyggju-áráttuhegðun (OCB) eða þráhyggju-árátturöskun (OCD) og sjálfsmeiðingarhegðun (SIB). Aðrir sem lenda í þessum flokki eru þeir sem hafa geðræn vandkvæði (svo sem þunglyndi, kvíða og persónuleikaröskun) og sem eiga við erfiða hegðun að stríða (mótþróa-þrjóskuröskun, hegðunarröskun og námserfiðleika). 

Tourette Hagnýtar leiðbeiningar fyrir kennara, foreldra og fagfólk - Þessi greinagóða handbók veitir kennurum, fagfólki og starfsfólki í skólum þekkingu, skilning og færni við handleiðslu nemenda með TS. Fjallað er um læknisfræðilegar lýsingar og meðferð og gefin ráð varðandi greiningu og mat í skóla. Fjallað er um margþættar aðferðir til að nota í skólum vegna náms-, hegðunar- og tilfinningavanda sem nemendur með TS geta átt í og hversu flókið það getur reynst starfsfólki skóla og öðrum. 

Bókin er þýðing bresku bókarinnar Tourette Syndrome – A Practical Guide for Teachers, Parents and Carers eftir Amber Carroll ráðgjafa einstaklings-, félags- og heilsumenntunar í Hertfordshire í Bretlandi og Mary Robertson prófessor í taugasálfræði við University College London.

Úr kafla 2 í bókinni:  Þrenns konar Tourette

Nýlega hefur verið lagt til (Robertson og Baron-Cohen 1998) að gagnlegt geti verið að skipta Tourette í þrennt:

  1. Hreint Tourette, sem er einkum og nær eingöngu fólgið í hreyfikækjum (eða kippum) og hljóð-(radd-)kækjum og hávaða.
  2. Svæsið Tourette, þar sem með í för eru soratal, bergmálstal og endurtekningareinkenni.
  3. Tourette-plús (TS+), þar sem við bætast athygli-ofvirkniröskun (ADHD), veruleg þráhyggju-áráttuhegðun (OCB) eða þráhyggju-árátturöskun (OCD) og sjálfsmeiðingarhegðun (SIB). Aðrir sem lenda í þessum flokki eru þeir sem hafa geðræn vandkvæði (svo sem þunglyndi, kvíða og persónuleikaröskun) og sem eiga við erfiða hegðun að stríða (mótþróa-þrjóskuröskun, hegðunarröskun og námserfiðleika). 

Bókin er seld hjá Tourette samtökunum og lækkað verð hennar þar er aðeins 1.000.- krónur. Hægt er að panta bókina með því að smella á hnappinn "PANTA BÓK" hér fyrir ofan.  Athugið að sex af bókum þeim sem Tourette-samtökin hafa gefið út eru seldar saman í pakka á aðeins 5.000.- krónur (eldri bækurnar).