Starfsemi og stefna

Markmið samtakanna er skv. lögum þeirra að standa vörð um hagsmuni TS-einstaklinga og fjölskyldna þeirra.

Í því felst meðal annars:

  1. Stuðla að upplýsingamiðlun til TS-einstaklinga og fjölskyldna þeirra.
  2. Stuðla að þeirri fræðslustarfsemi er leitt getur til betri aðstöðu TS-einstaklinga og fjölskyldna þeirra í þjóðfélaginu.
  3. Gera almennt það sem nauðsynlegt er, til að öðlast viðurkenningu á sértækri stöðu TS-einstaklinga og fjölskyldna þeirra.
  4. Sjá um og ávaxta fjármuni og eignir er samtökunum kann að áskotnast til að ná settu marki og nota hugsanlegar tekjur af þeim í samræmi við tilgang samtakanna.

Sjá nánar um stefnu og starfsemi hér á undirsíðunum.