Tourette

Tourettesjúkdómur (TS) er taugasjúkdómur, sem stafar af ójafnvægi á boðefnaflæði í heila. Helstu einkenni eru svonefndir kækir, tilgangslausar en óviðráðanlegar endurteknar hreyfingar eða hljóð. Oft fylgja einkenni áráttu- og þráhyggju (OCD) og athyglisbrests og ofvirkni (ADHD). Tíðni TS er um 0,6%.