Venjulegur drengur

Þetta ljóð er eftir bandaríska drenginn Ryan Hughes. 
Þýtt af leshóp TS 

   Hjálpaðu mér mamma!
   Til þín get ég leitað! 
   Það er eitthvað inni í mér sem enginn sér.

   Þau leggja skuldina á þig þegar ég er óþekkur, 
   Og trúa því að ég verði þægur ef þú ert nógu ströng. 
   Hvað vita þau um allar þínar byrðar og allar okkar sorgir, 
   Um bænir okkar til Guðs hvað höfum við gert rangt?

   Ég sparka og lem, mamma, þegar ég er reiður. 
   Síðan iðrast ég, mamma, hræddur og þjakaður. 
   Ég ætla mér ekki að slá, ég vil vera almennilegur. 
   Vertu þolinmóð, mamma, þú verður að hjálpa mér.

   Aðrir segja að ég geti það, ef vil það. 
   Þau skilja ekki að mér tekst það ekki. 
   En mamma og pabbi vita að ég reyni, 
   Og elska mig þrátt fyrir að mér takist það ekki.

   Allt væri auðveldara ef ég væri ekki með Tourette. 
   Ég ríf í hárið og bít í skyrtuna, 
   Ég sparka og lem og tel upp að fjórtán, 
   Ég bölva og æpi og læt öllum illum látum, 
   Og get ekki hætt fyrr en ég fæ næstu töflu. 
   Svo kyssi ég þig á nefið og verð að endurtaka það: 
   Því allt verður að ske á réttum tíma og þegar Tourettinn vill.

   En á morgun ætla ég að reyna, mamma, þá ætla ég að vera þægur. 
   Búa um rúmið mitt?  Bursta hár  mitt og tennur?  Auðvitað vera þægur! 
   Ég ætla að vera svo duglegur mamma, bíddu bara og sjáðu til. 
   Ég ætla að gera allt til að halda friðinn.

   Ekki stríða bróður mínum, leika mér fallega. 
   Sitja fallega í sæti mínu þegar skólabjallan hringir. 
   Ekki vera með læti, ekki sparka, ekki slá og engum að hrinda. 
   Ekki fleiri uppátæki. 
   Nei, ég lofa þér að ég ætla mér að verða venjulegur drengur.

   Hjálpaðu mér mamma!  Þig get ég beðið. 
   Þennan venjulega dreng sérðu, er það ekki? 
   Hjálpaðu mér að sýna hann öðrum. 
   Hjálpaðu mér að sýna að undir Tourette 
   er drengur sem er vinalegur