Aðalfundur og fræðslufyrirlestur

Hátún 10
Hátún 10
Aðalfundur Tourette-samtakanna á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn 27. mars kl. 19:30 að Hátúni 10 jarðhæð, í sal beint á móti skrifstofu samtakanna.

Dagskrá aðalfundar er:
  • Setning
  • Skýrsla stjórnar
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar
  • Lagabreytingar
  • Félagsgjald komandi almanaksárs ákveðið
  • Kosning formanns
  • Kosning stjórnar
  • Kosning skoðunarmanns og annars til vara
  • Önnur mál

Okkur vantar hresst og skemmtilegt fólk í stjórn Tourette-samtakanna en í ár þarf að kjósa formann og tvo fulltrúa í stjórn til tveggja ára. Þeim, sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í fyrrgreind embætti, er bent á að senda tölvupóst á tourette@tourette.is. Kjörgengi hafa allir fullgildir félagar samtakanna. Fullgildir félagar geta orðið allir TS-einstaklingar og aðstandendur þeirra. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir skuldlausir félagar.

Gert er ráð fyrir að aðalfundi ljúki um kl. 20:30 en strax að honum loknum mun Bertrand Lauth halda fræðslufyrirlestur um rannsóknir á áhrifum mataræðis á hegðan og líðan barna. Tengslum mataræðis og geðraskana hefur lengi verið haldið fram en á undanförnum árum hefur rannsóknum á mataræði, bæði sem mögulegri forvörn og sem meðferðarúrræði, fleygt fram. Ekki síst með betri skilningi á hlutverki örveruflóru meltingarvegar, hvernig mataræði getur mögulega mótað samsetningu hennar og virkni ásamt öðrum lífstílsþáttum og erfðum, sem gera okkur öll einstök. Bertrand er lektor við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í barna- og unglingageðlækningum á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. 

Fræðsluerindi Bertrands Lauth verður streymt. Félagsmenn sem eru ekki á póstfangalista Tourette-samtakanna þurfa að senda tölvupóst á tourette@tourette.is til að fá sendan tengil á streymið.

Boðið verður upp á kaffiveitingar
Hlökkum til að sjá ykkur

Stjórn Tourette-samtakanna á Íslandi