Fjör í keiluhittingi

Flottir taktar í keiluhittingi (Mynd: Gunnhildur Lilja Sigmyndsdóttir)
Flottir taktar í keiluhittingi (Mynd: Gunnhildur Lilja Sigmyndsdóttir)

Bæði börn og fullorðnir skemmtu sér í vel heppnuðum keiluhittingi Tourette-samtakanna laugardaginn 17. nóvember í Keiluhöllinni í Egilshöll. Spiluð var keila í klukkustund og síðan var boðið upp á pizzu og gos fyrir allan hópinn. Þátttakendur voru á öllum aldri og er gaman frá því að segja að í hópnum voru mörg ný andlit. Keila er einfaldur og skemmtilegur leikur sem allir geta tekið þátt í, sama á hvaða aldri þeir eru og keiluhittingur er orðinn einn af föstum liðum í félagsstarfi Tourette-samtakanna. Kærar þakkir fyrir komuna kæru keiluspilarar og við hlökkum til að sjá ykkur á næsta keiluhittingi.