Sjónarhóll - Kynningarfundur 20. september kl. 20:00

Fimmtudaginn 20. september kl. 20:00 verður kynningarfundur hjá Tourette-samtökunum þar sem Sigurrós Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Sjónarhóls og foreldraráðgjafi verður með kynningu á starfsemi Sjónarhóls.

Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir á Íslandi. Markmið foreldraráðgjafarinnar er að foreldrar barna með sérþarfir njóti jafnréttis og sambærilegra lífskjara við aðra foreldra og búi við lífsskilyrði sem gera þeim kleift að lifa eðlilegu lífi. Hjá ráðgjöfum Sjónarhóls fá foreldrar ráðgjöf og leiðsögn um úrræði og möguleika í kerfinu og er ráðgjöfin foreldrum að kostnaðarlausu.

Fundurinn verður á 1. hæð í Hátúni 10, 105 Reykjavík, í sal beint á móti skrifstofu Tourette-samtakanna. 

Nánari upplýsingar um Sjónarhól er að finna á vefsíðunni www.serstokborn.is