Spjallfundur 20. febrúar kl. 20:00

Tourette-samtökin á Íslandi verða með opinn spjallfund miðvikudaginn 20. febrúar kl. 20:00. Á spjallfundi getum við rætt um hvað eina sem okkur liggur á hjarta og viðkemur Tourette. Það er hægt að fá upplýsingar um Tourette hjá fagfólki og lesa sér til á netinu. En sumar upplýsingar er ekki hægt að fá nema tala við einhvern sem hefur reynt á eigin skinni og skilur, af því hann hefur gengið í gegnum það sama og maður stendur frammi fyrir sjálfur. Við bjóðum nýja félagsmenn sérstaklega velkomna á þennan spjallfund. Heitt á könnunni og aðgangur ókeypis.

Spjallfundurinn verður í salnum á 1. hæð í Hátúni 10, beint á móti skrifstofu samtakanna.