Aðalfundur 31. maí kl. 19:30

Aðalfundur Tourette-samtakanna á Íslandi verður haldinn mánudaginn 31. maí kl. 19:30 að Hátúni 10 jarðhæð, í sal beint á móti skrifstofu samtakanna.

Farið verður að tilmælum um sóttvarnir eins og tilgreint er á www.covid.is
Dagskrá aðalfundar er:
  • Setning
  • Skýrsla stjórnar
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar 
  • Lagabreytingar
  • Félagsgjald komandi almanaksárs ákveðið
  • Kosning formanns
  • Kosning stjórnar
  • Kosning skoðunarmanns og annars til vara
  • Önnur mál

Í ár er kosið um formann og 2 sæti í stjórn samtakanna. Að loknum aðalfundi fáum við að heyra reynslusögur nokkurra félagsmanna í samtökunum um líf þeirra með Tourette.

Boðið verður upp á kaffiveitingar

Hlökkum til að sjá ykkur

Stjórn Tourette-samtakanna á Íslandi