Aðalfundur 4. maí kl. 20:00

Hátún 10
Hátún 10

Aðalfundur Tourette-samtakanna á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn 4. maí klukkan 20:00 að Hátúni 10 jarðhæð, í sal beint á móti skrifstofu samtakanna.

Dagskrá aðalfundar er:

  • Setning
  • Skýrsla stjórnar
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar 
  • Lagabreytingar
  • Félagsgjald komandi almanaksárs ákveðið
  • Kosning stjórnar
  • Kosning skoðunarmanns og annars til vara
  • Önnur mál

Í ár er kosið um 2 sæti í stjórn samtakanna. 

Tvær lagabreytingatillögur eru á dagskrá fundar:
Önnur setning 4. greinar laga samtakanna orðist hér eftir svo: „Boðað skal til aðalfundar með a.m.k. fimmtán daga fyrirvara með sannarlegum hætti, til að mynda með tölvupósti til félagsmanna eða sambærilegum rafrænum hætti.“

Ný lagagrein: 5.1: „Stjórn setur sér skriflegar reglur um starfskjör og greiðslur á ferðakostnaði tengt stjórnarsetu í stjórn Tourette-samtakanna. Stjórn Tourette-samtakanna ákvarðar greiðslur fyrir stjórnarsetu, formanns og stjórnarmeðlima, í samráði við framkvæmdastjóra. Samþykki þarf frá félagsmönnum á aðalfundi til að breytingar á greiðslu fyrir stjórnarsetu stjórnarmanna taki gildi.“

Boðið verður upp á léttar veitingar. 

Hlökkum til að sjá ykkur

Stjórn Tourette-samtakanna á Íslandi