Aðalfundur og erindi

Aðalfundur Tourette samtakanna var haldinn 7. september síðastliðinn. Vegna kórónuveirufaraldursins var aðalfundurinn óvenju seint á árinu en venjulega er hann haldinn á tímabilinu mars til maí.

Kosið var um tvö sæti í stjórn og voru Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir og Örnólfur Thorlacius og kosin í stjórn samtakanna til tveggja ára.

Strax á eftir aðalfundi kom tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson til okkar og deildi með okkur hugleiðingum sínum, en hann hefur vakið athygli fyrir að tala opinskátt um glímuna við Tourette, ADHD og kvíða.

Aðalfundinum og erindi Jónasar var streymt og geta félagsmenn sent póst á tourette@tourette.is og fengið sendan tengil á streymið.