Alþjóðadagur fatlaðs fólks

Alþjóðadagur fatlaðs fólks framundan, laugardaginn 3. desember. Fjólublár er litur alþjóðlegrar réttindabaráttu fatlaðs fólks og hafa ÖBÍ réttindasamtök hvatt ráðuneyti og stofnanir til að varpa fjólublárri birtu út í umhverfið frá 2. desember til 5. desember 2022 og leggja þannig okkar mikilvægu baráttu lið.

Markmiðið er upplýst samfélag – ekki aðeins þessa daga heldur alla daga, samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda.

Við hvetjum ykkur til að taka þátt og varpa fjólublárri birtu út í umhverfið – hvort sem það er með því að lýsa upp húsnæði, klæðast fjólubláu eða birta fjólubláa fleti á samfélagsmiðlum. Svo er um að gera að fá félagsmenn með í lið, taka myndir og deila.

Höldum daginn hátíðlegan – hlýjar kveðjur,

Erla Hlynsdóttir

Tourette-samtökin á Íslandi