Hvatningarverðlaun ÖBÍ

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað aðeinu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Verðlaunin eiga að efla frumkvæði til nýrra verkefna og hugmyndavinnu í málaflokknum og skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk. Þau eiga að vera hvatning til að gera enn betur til innleiðingar á samfélagi sem endurspeglar einkunnarorð ÖBÍ, eitt samfélag fyrir alla. Frestur til að tilnefna til Hvatningarverðlauna ÖBÍ er til 15. september.
Sjá nánar á https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/hvatningarverdlaun-obi-2018