Keila fyrir fjölskylduna

 
Mánudaginn 26. maí ætlum við hjá Tourette-samtökunum að eiga góða stund saman í keilu; hittast, spjalla og hafa gaman.
 
Tourette-samtökin bjóða í keilu og pítsu - fjölskyldumeðlimir velkomnir. Það kostar ekkert að vera með.
 
Keilan hefst í Keiluhöllinni í Egilshöll klukkan 18 en best er að vera mættur 10-15 mínútum áður til að ganga frá því að raða á brautir. Eftir keilu borðum við síðan pítsu saman. Reikna má með að viðburðinum ljúki um klukkan 20.
 
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku þannig að við vitum hversu margar brautir þarf að taka frá. Það má gera með því að svara þessum pósti.
Netfangið okkar er tourette@tourette.is
Einnig er hægt að hringja í síma 840-2210.
 
Hér er tengill á viðburðinn á Facebook. Þar er sömuleiðis hægt að tilkynna mætingu með því að velja "Going".
https://www.facebook.com/events/1348879419500380/