Ný rannsókn varpar ljósi á Tourette-heilkenni

Mynd/Pixabay
Mynd/Pixabay

Rannsókn sem birt var í Biological Psychiatry í apríl 2025 sýnir að einstaklingar með Tourette-heilkenni hafa um helmingi færri svokallaðar millitaugafrumur (interneurons) í heilanum. Þessar frumur starfa eins og „bremsur“ í taugakerfinu – þær róa niður ofvirk hreyfiboð og hjálpa til við að halda hreyfingum í jafnvægi. Þegar þær eru of fáar getur það útskýrt hvers vegna hreyfiboð fara úr skorðum og leiða til ósjálfráðra hreyfinga.

Rannsóknarteymið greindi yfir 43.000 heilafrumur úr basal ganglia, heilasvæði sem stjórnar hreyfingu og hegðun. Þar fannst ekki aðeins fækkun millitaugafrumna, heldur líka streitusvörun í öðrum frumum:

  • Medium spiny neurons, sem senda áfram hreyfiboð, sýndu skerta orkuframleiðslu.

  • Microglia, ónæmisfrumur heilans, sýndu aukin bólguviðbrögð.

Samspil þessara frumna gæti því aukið á einkenni Tourette-heilkennisins. Rannsóknin bendir einnig til þess að vandinn liggi ekki í genunum sjálfum, heldur í því hvernig þeim eru stjórnað og þau samstillt.

„Ef við skiljum hvernig þessar frumur breytast og hafa samskipti getum við þróað markvissari meðferðir í framtíðinni,“ segir Alexej Abyzov, erfðafræðingur hjá Mayo Clinic.

Heimild: Mayo Clinic – Mayo Clinic uncovers brain cell changes that could explain Tourette syndrome.