Panell ÖBÍ á Regnbogaráðstefnunni
26.07.2025
ÖBÍ, sem Tourette samtökin eiga aðild að, og Hinsegindagar hafa gert með sér samstarfssamning með því markmiði að auka sýnileika hinsegið fatlað fólk og aðgengi þeirra að hinsegin samfélaginu.
Einn liður í verkefninu er panell ÖBÍ á Regnbogaráðstefnunni 7. ágúst kl. 10 þar sem hinsegið fatlað fólk ræðir hvaða áskoranir og tækifæri býr það við? Hvernig mætast hinsegin og fatlaðir og hvernig geta þau stutt hvor aðra? Í þessum opna umræðuþætti gefst rými til að varpa ljósi á margbreytilegar raddir og reynsluheim fatlaðs hinsegin fólks, ræða aðgengi, sýnileika og samstöðu. Við bjóðum til samtals sem opnar dyr að meiri skilningi og samhug innan samfélagsins og á milli hópa.
Nánari upplýsingar má finna í dagskránni hér að neðan og á facebook viðburði ráðstefnunnar.