Ráðstefna RGR um kynheilbrigði og fjölbreyttan taugaþroska

Mynd/Pixabay
Mynd/Pixabay

Við vekjum athygli á vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar undir yfirskriftinni Kynheilbrigði og fjölbreyttur taugaþroski - Mætum ólíkum þörfum frá bernsku til fullorðinsára.

Ráðstefnan verður haldin 2. og 3. maí 2024 á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi. Ráðstefnan mun standa í einn og hálfan dag en henni lýkur 12:30 á föstudeginum.

Markmið ráðstefnunnar að vekja athygli á mikilvægi þess að huga að ólíkum þörfum hvað kynheilbrigði varðar til að mæta betur fjölbreyttum taugaþroska, allt frá fyrstu aldursárum yfir á fullorðinsár. Ráðstefnan hefur hagnýtt gildi og er ætluð til að auka þekkingu á málefninu og draga fram verkfæri sem hægt er að nýta í aðlagaðri kennslu um kynheilbrigði.

Dagskráin er fjölbreytt en hana má nálgast hér

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Dr. Kathryn Pedgrift sálfræðingur frá North Bay Regional Center of California. Hún mun fjalla um hvers vegna mikilvægt sé að aðlaga kennsluhætti og fræðsluefni til að mæta mismunandi þörfum. Auk þess mun hún kynna nýtt gagnreynt kennsluefni á sviðinu.

Síðasti dagur snemmskráningar er 9. apríl.

Frekari upplýsingar og skráning fer fram hér