Rannsóknin Kækir og tilfinninganæmi í úrtaki almennings og háskólanema

Frá aðstandendum rannsóknarinnar Kækir og tilfinninganæmi í úrtaki almennings og háskólanema:

Aðstandendur rannsóknarinnar Kækir og tilfinninganæmi í úrtaki almennings og háskólanema þakka öllum sem tóku þátt í rannsókninni kærlega fyrir, en rannsókninni er núna formlega lokið. Rannsóknin var vefkönnun og snérist um að skoða tengsl tilfinninganæmis (sérstaklega viðbjóðsnæmi) og kækja í fjölbreyttu úrtaki almennings og háskólanema og hvort aukið næmi tengist kenndum sem fólk með kæki finnur stundum fyrir í aðdraganda þeirra. Rannsakendur þakka Tourette-samtökunum kærlega fyrir að hafa stutt við rannsóknina með því að kynna hana, en rannsóknin var á vegum Sálfræðideildar Háskóla Íslands.
 
Fyrir hönd rannsakenda,
Ragnar P. Ólafsson prófessor
Sálfræðideild Háskóla Íslands