Aðalfundur Tourette-samtakanna 2018 og fræðsluerindi

Inngangur í Hátún 10 er hægra megin við bílastæðin við Hátúnsblokkirnar
Inngangur í Hátún 10 er hægra megin við bílastæðin við Hátúnsblokkirnar

Aðalfundur Tourette-samtakanna á Íslandi verður haldinn mánudaginn 26. mars kl. 19:30 að Hátúni 10 jarðhæð, í sal beint á móti skrifstofu samtakanna. Strax á eftir aðaldfundi ætlar Ólafur Thorarensen taugasjúkdómasérfræðingu barna að halda fræðslufyrirlestur.
Dagskrá aðalfundar er:
• Setning
• Skýrsla stjórnar
• Reikningar lagðir fram til samþykktar
• Lagabreytingar
• Félagsgjald komandi almanaksárs ákveðið
• Kosning formanns
• Kosning stjórnar
• Kosning skoðunarmanns og annars til vara
• Önnur mál

Í ár þarf að kjósa tvo fulltrúa til tveggja ára í stjórn Tourette-samtakanna. Framboð til stjórnar þarf að berast skriflega og er áhugasömum bent á að senda tölvupóst á tourette@tourette.is. Kjörgengi hafa allir fullgildir félagar samtakanna. Fullgildir félagar geta orðið allir TS-einstaklingar og aðstandendur þeirra. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir skuldlausir félagar.

Gert er ráð fyrir að aðalfundi sé lokið kl. 20:30 en strax að honum loknum ætlar Ólafur Thorarensen að halda fræðslufyrirlestur sem ber yfirskriftina „Pandas. Tilfelli og yfirlit“. Talið er að PANDAS sé undirflokkur Tourette þar sem Streptococcasýking veldur Tourette einkennum og áráttu- og þráhyggjuröskun. Ólafur er barnalæknir og sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum barna og vinnur á Barnaspítala Hringsins, í Domus Medica og í Malmö.

Boðið verður upp á kaffiveitingar
Hlökkum til að sjá ykkur

Stjórn Tourette-samtakanna á Íslandi