Skautadeild Aspar

Skautadeild Aspar hefur verið starfrækt síðan 2011 og er hluti af fjölgreinafélaginu Ösp. Öspin sérhæfir sig í þjónustu við einstaklinga með fötlun og/eða sérþarfir og hefur gert síðan 1980. Markmið Íþróttafélagsins Aspar er að bjóða iðkendum sínum upp á fjölbreyttar æfingar þeim til heilsubótar og ánægju ásamt því að skapa tækifæri til þátttöku í íþróttamótum þar sem hæfni hvers fær notið sín.