Miðvikudaginn 21. janúar ætlum við hjá Tourette-samtökunum að eiga góða stund saman í trampólíngarðinum Skopp.
Tourette-samtökin bjóða í Skopp og pítsu - fjölskyldumeðlimir velkomnir. Það kostar ekkert að vera með. Þau sem eiga Skopp-sokka eru hvött til að taka þá með sér.
Skoppið hefst klukkan 18:00 en gott er að mæta um 10 mínútum fyrr. Við mætum í Skopp á Dalvegi, skoppum í klukkutíma og fáum okkur síðan pítsu. Reikna má með að viðburðinum ljúki um klukkan 19.30.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku þannig að við vitum fyrir hversu marga þarf að bóka. Netfangið okkar er tourette@tourette.is
Einnig er hægt að hringja í síma 840-2210.
Við hvetjum fólk til að kynna sér ábyrgðaryfirlýsingu Skopp sem þarf að undirrita við mætingu