Skynsegin sýning á Sigur fyrir sjálfsmyndina

Bíó Paradís í samstarfi Tourette samtökin kynna sérstaka skynsegin sýningu á SIGUR FYRIR SJÁLFSMYNDINA laugardaginn 11. október kl 15:00. Magnúsi Orri Arnarson, leikstjóri myndarinnar, verður viðstaddur og mun sitja fyrir svörum eftir sýninguna, en hann er greindur með Tourette og einhverfu.

Sigur fyrir sjálfsmyndina er heimildarmynd eftir Magnús sem fylgir íslenskum keppendum á Heimsleika Special Olympics á Ítalíu 2025.

Myndin veitir innsýn inn í undirbúning, keppnina sjálfa og þá mannúð og virðingu sem einkennir starf Special Olympics samtakanna.

Þetta er fyrsta heimildarmynd Magnúsar Orra sem sjálfur keppti á leikunum í Abu Dhabi árið 2019 og hefur síðan helgað sig kvikmyndagerð.

Miðaverð á sýninguna er 2.190 krónur en fyrir börn 11 ára og yngri er verðið 1.450 krónur.

Hér er viðburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/773892228971565

Hægt er að kaupa miða fyrirfram á vef Bíó Paradís. Hér er beinn tengill: https://bioparadis.is/mynd/693_sigur-fyrir-sj-lfsmyndina---skynsegin-syning