Þátttaka í rannsókn um kæki og tilfinninganæmi

Tourette-samtökin á Íslandi taka þátt í að koma á framfæri rannsókninni "Kækir og tilfinninganæmi í úrtaki almennings og háskólanema". Ábyrgðamaður rannsóknarinnar er Ragnar P. Ólafsson, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands (tölvupóstur: ragnarpo@hi.is / sími: 5254000). Meðrannsakendur eru Ásthildur Lilja Stefánsdóttir og Páll Olgeir Þorsteinsson en rannsóknin er hluti af lokaverkefni þeirra til BS prófs í sálfræði við HÍ undir handleiðslu Ragnars P. Ólafssonar. 

Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort tengsl séu á milli mælinga á kækjum, áráttu, þráhyggju og viðbjóðsnæmi og verður það gert með sjálfsmatsspurningalistum. Allir þeir sem náð hafa 18 ára aldri geta tekið þátt í rannsókninni óháð því hvort þeir hafa upplifað kæki, áráttu og þráhyggju eða ekki. Gert er ráð fyrir að alls taki um 500 einstaklingar þátt í rannsókninni á meðal almennings og allt að 600 háskólanemar, sem fer eingöngu fram á netinu. Hún er kynnt fyrir fólki almennt í gegnum samfélagsmiðla, á meðal nemenda Háskóla Íslands. Rannsóknin hefst í febrúar 2021 og er stefnt að því að gagnasöfnun verði lokið fyrir 1. september 2021.

Auglýst er eftir þátttakendum í þessa rannsókn sem felst í að svara spurningum á netinu. Hverjir geta tekið þátt í rannsókninni og hvaða reglur gilda um þátttöku? Allir sem náð hafa 18 ára aldri geta tekið þátt í rannsókninni, óháð því hvort þeir hafa einhvertíman verið með kæki eða ekki. Ekki er greitt fyrir þátttöku.

Á forsíðu rannsóknarinnar eru nánari upplýsingar um rannsóknina og aðstandendur henna. Það tekur þátttakendur um 15 til 18 mínútur að svara öllum spurningunum.