Þjóðfundur ungs fólks

Finnst þér að við eigum að skapa inngildandi og aðgengilegt umhverfi fyrir okkur öll?

Þá er ekki svo vitlaust að kynna sér Þjóðfund ungs fólks, þar sem til stendur að ræða einmitt þessi málefni!

UngÖBÍ, LUF og LÍS standa að Þjóðfundi ungs fólks 2024. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 1. mars 2024 kl. 15:15 í Sykursalnum í Grósku að Bjargargötu 1 í Reykjavík.

Viðburðurinn er hugsaður fyrir þátttakendur á aldrinum 20-35. Skráning á fundinn er þegar hafin og fer hún fram á https://thjodfundur.is/.

Þar má einnig nálgast alla dagskrá fundarins, en á meðal framsögufólks eru Patrekur Andrés Axelsson afreksíþróttamaður og Atli Már Steinarsson blaðamaður svo fátt eitt sé nefnt.