Velkomin á heimasíðu
Tourette-samtakanna

Tourettesjúkdómur er taugasjúkdómur, sem stafar af ójafnvægi á boðefnaflæði í heila. Helstu einkenni eru svonefndir kækir, sem eru tilgangslausar en óviðráðanlegar endurteknar hreyfingar eða hljóð.

Lesa meira

 

 • Grunur um Tourette

  Grunur um Tourette

  Hvert á að leita ef grunur leikur á að barn sé með Tourette?

  Lesa meira
 • Skráning í samtökin

  Skráning í samtökin

  Smelltu hér til að gerast félagsmaður í samtökunum.

  Lesa meira
 • Líf með Tourette

  Líf með Tourette

  Það er engin lækning til við TS, en oft virðast einkennin minnka með aldrinum, þótt það sé alls ekki algilt.

  Lesa meira
Hvað er nýtt

Fréttir og tilkynningar

  • Fimm sérfræðingar

   Ráð handa kvíðnum krökkum

   Ráð handa kvíðnum krökkum

   Bókin er fyrir fjölskyldur barna og unglinga sem glíma við kvíða.  Hún er einfaldur og skýr leiðarvísir um hvernig hjálpa má börnum og ungmennum að takast á við kvíða með rökhugsun og breyttri hegðun. Gefin eru gagnleg ráð til að glíma við vandann, með eða án sérfræðihjálpar. Kvíði er algengur meðal barna og unglinga en allt að ein af hverjum fimm manneskjum glímir við hamlandi kvíða einhvern tíma á lífsleiðinni.

    

   Nánar um bókina
  • Holly Niner

   Órólfur

   Órólfur

   Sögubók fyrir börn um áráttu og þráhyggju. Kalli getur ekki farið að sofa á kvöldin fyrr en hann hefur gert eitt og annað. Hann lagfærir hár sitt og raðar bókunum á skrifborðinu sínu. Hann spyr foreldra sína spurninga sem hann veit í raun svörin við.

   Nánar um bókina
  • Mary Robertson og Uttom Chowdhury

   Af hverju ertu að þessu?

   Af hverju ertu að þessu?

   Bókin lýsir Tourettesjúkdómnum (TS) og kækjum fyrir börnum og unglingum á skýran og auðskilinn hátt og útskýrð er líffræðileg orsök. Fjallað er um fylgiraskanir svo sem áráttu og þráhyggju, athygli og ofvirkni, árásar­hneigð, hvernig er að búa með þeim sem eru með Tourette og hvernig systkini geta liðsinnt.

   Nánar um bókina
  • Amber Carroll og Mary Robertson

   Tourette - Hagnýtar leiðbeiningar

   Tourette - Hagnýtar leiðbeiningar

   Greinagóð handbók sem veitir kennurum, fagfólki og starfsfólki í skólum þekkingu, skilning og færni við handleiðslu nemenda með TS. Fjallað er um læknisfræðilegar lýsingar og meðferð og gefin ráð varðandi greiningu og mat í skóla. 

   Nánar um bókina
  • Mary M. Robertson og Simon Baron-Cohen

   Tourette - Staðreyndir

   Tourette - Staðreyndir

   Bók þessi er nauðsynleg öllum þeim sem hafa Tourette sem og aðstandendum þeirra og er einnig gagnleg læknum, kennurum, og þeim sem vilja kynna sér Tourettesjúkdóminn. Fjallað er um orsakir þessarar röskunar, greiningu og meðhöndlun, auk þess sem algengustu spurningum um Tourette er svarað.

   Nánar um bókina
  • Dr. Jerry Wilde

   Ráð handa reiðum krökkum

   Ráð handa reiðum krökkum

   Reiðistjórnunarbók ætluð börnum og unglingum, en er í raun góð lesning fyrir hvern sem er. Þetta er sögð áhrifarík bók gerð til þess að hvetja nútímakrakka til að ná tökum á reiði sinni áður en reiðin nær tökum á þeim!

   Nánar um bókina
  • Marilyn Dornbush og Sheryl Pruitt

   Tígurinn taminn

   Tígurinn taminn

   Handbók fyrir kennara og foreldra barna með Tourettesjúkdóm (TS), áráttu- þráhyggjuröskun (OCD), athygli-ofvirkniröskun (ADHD) o.fl.þ.h. Fyrir kennara og foreldra barna með TS, OCD og ADHD er bók þessi alger nauðsyn!

   Nánar um bókina
  • Ýmsir höfundar

   6 bækur á pakkatilboði

   6 bækur á pakkatilboði

   Lækkað verð eldri bóka  –  Pakki með 6 bókum á tilboði  - aðeins 4000 krónur!  Þær bækur sem Tourette-samtökin gáfu út fram til ársins 2011 eru hér allar saman á um helmingsafslætti.

   Nánar um bókina