Tourette-samtökin styrkja Magnús Orra til kvikmyndagerðar
30.12.2025
Tourette-samtökin veittu Magnúsi Orra Arnarsyni styrk í dag til áframhaldandi góðra verka í kvikmyndagerð. Hann hefur vakið athygli á undanförnum árum fyrir störf sín og innblástur. Magnús Orri byrjaði að læra kvikmyndagerð í framhaldsskóla en boltinn fór að rúlla af alvöru þegar hann var fenginn til að gera kynningarmyndband fyrir Íþróttasamband fatlaðra.