09.09.2025
Allir foreldrar barna og ungmenna með Tourette eru velkomnir í kaffispjall þriðjudagskvöldið 23. september. Auðbjörg Sigurðardóttir, gjaldkeri samtakanna, segir frá reynslu sinni sem foreldri barns með Tourette.
08.09.2025
Rannsókn sem birt var í Biological Psychiatry í apríl 2025 sýnir að einstaklingar með Tourette-heilkenni hafa um helmingi færri svokallaðar millitaugafrumur (interneurons) í heilanum. Þessar frumur starfa eins og „bremsur“ í taugakerfinu – þær róa niður ofvirk hreyfiboð og hjálpa til við að halda hreyfingum í jafnvægi. Þegar þær eru of fáar getur það útskýrt hvers vegna hreyfiboð fara úr skorðum og leiða til ósjálfráðra hreyfinga.