Fréttir

Alþjóðadagur fatlaðs fólks

Leggur mitt barn önnur í einelti?

8. nóvember er baráttudagur gegn einelti á Íslandi. Börn með Tourette verða mörg fyrir aðkasti og útilokun af hálfu bekkjarfélaga sem ekki hafa skilning á sjúkdómi þeirra. Í tilefni af þessum degi skrifaði Sindri Viborg, formaður Tourette-samtakanna, grein sem birtist á Vísir.is og ber yfirskriftina „Er barnið mitt gerandi í einelti?“ https://www.visir.is/g/20222335348d/er-barnid-mitt-gerandi-i-ein-elti- Í greininni segir meðal annars: „Hvaða barn sem er getur fallið í þá gryfju að fræ eitraðrar menningu tekur bólfestu í veruleika þess. Þetta barn getur verið hvaða barn sem er. Það getur verið mitt barn, það getur verið þitt barn. Það sem skiptir máli á þessum tímapunkti er að við tæklum ábyrgðina á fræðslu og aukinni þekkingu á æskilegri hegðun, hengjum okkur ekki í „barnið mitt gerir ekki svona“ umræðu, heldur öxlum ábyrgð sem samfélag og bætum úr þessu. Við skuldum börnunum okkar skilyrðislausan rétt til ofbeldislaus lífs, hvort sem það er af hálfu okkar til þeirra, eða þeirra á milli. Verum stóra manneskjan og kennum rétta úrvinnslu árekstra.“ Sindri fór einnig í viðtal á Bylgjunni um einelti þar sem hann sagði brýna þörf á langvarandi hugarfarsbreytingu í eineltismálum. Viðtalið má nálgast hér. https://www.visir.is/k/b4d3e012-960f-47bf-810e-bdea4dcf30e5-1667930140554

Sindri formaður ræðir eineltisforvarnir á Bylgjunni

Sindri Viborg, formaður Tourette-samtakanna á Íslandi, segir að breyta þurfi því hvernig tekið er á eineltismálum hér á landi. Hann segir að illa gangi að leysa einelti innan skóla þar sem óljóst er hver ber ábyrgð á því að taka á málunum.

Hugmyndafundur ungs fólks, okkar líf - okkar sýn

Fyrir hverja? Fötluð börn, þ.m.t. börn með ADHD, einhverfu, Tourette, gigt og sykursýki svo dæmi séu tekin, systkini þeirra og börn sem eiga fatlaða foreldra. Aldur þátttakenda 13-18 ár.

ÖBÍ slær nýjan tón

ÖBÍ réttindasamtök kynna nýtt merki samtakanna og nýjar árherslur þar sem hið jákvæða er í forgrunni. Þá hefur ÖBÍ opnað nýjan vef þar sem höfuðáherslan er á aðgengi, notendaupplifun og öfluga miðlun.

Egill sem er 13 ára hljóp til styrktar Tourette-samtökunum

.

Aðalfundur 4. maí kl. 20:00

Aðalfundur Tourette-samtakanna verður haldinn miðvikudaginn 4. maí klukkan 20:00