09.09.2025
Allir foreldrar barna og ungmenna með Tourette eru velkomnir í kaffispjall þriðjudagskvöldið 23. september. Auðbjörg Sigurðardóttir, gjaldkeri samtakanna, segir frá reynslu sinni sem foreldri barns með Tourette.
08.09.2025
Rannsókn sem birt var í Biological Psychiatry í apríl 2025 sýnir að einstaklingar með Tourette-heilkenni hafa um helmingi færri svokallaðar millitaugafrumur (interneurons) í heilanum. Þessar frumur starfa eins og „bremsur“ í taugakerfinu – þær róa niður ofvirk hreyfiboð og hjálpa til við að halda hreyfingum í jafnvægi. Þegar þær eru of fáar getur það útskýrt hvers vegna hreyfiboð fara úr skorðum og leiða til ósjálfráðra hreyfinga.
26.07.2025
ÖBÍ, sem Tourette samtökin eiga aðild að, og Hinsegindagar hafa gert með sér samstarfssamning með því markmiði að auka sýnileika hinsegið fatlað fólk og aðgengi þeirra að hinsegin samfélaginu.
20.05.2025
Mánudaginn 26. maí ætlum við hjá Tourette-samtökunum að eiga góða stund saman í keilu; hittast, spjalla og hafa gaman.
29.03.2025
Aðalfundur Tourette-samtakanna á Íslandi verður haldinn mánudaginn 14. apríl klukkan 17:00 að Sigtúni 42 í Reykjavík, húsnæði ÖBÍ réttindasamtaka þar sem Tourette-samtökin eru með skrifstofu.
02.03.2025
Hin árlega vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar verður haldin í fertugasta sinn á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi 8. og 9. maí 2025. Í ár verður ráðstefnan haldin í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp.
18.02.2025
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum í sumar. Um er að ræða tímabilið 30. maí til 29. ágúst og eru húsin leigð út í viku í senn, frá föstudegi til föstudags.
13.08.2024
Tourette-samtökin bjóða í keilu - fjölskyldumeðlimir velkomnir. Það kostar ekkert að vera með. Einnig verða léttar veitingar í boði.
12.06.2024
Formaður Tourette-samtakanna á Íslandi, Sindri Viborg, fór til Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og átti við hann hlýtt spjall um einelti og vandamál því tengdu í lok maímánaðar. Ástæðan fyrir þessum hittingi var meðal annars sökum þess hve börn með greiningar og frávik eru í miklum áhættuflokki þegar kemur að aðkasti eða einelti. Þessi börn þurfa sérstakt aðhald frá ábyrgðaraðilum til að hægt sé að tryggja að þau gangi að sömu tækifærum og öll börn eiga rétt á.
08.05.2024
Aðalfundur Tourette-samtakanna á Íslandi verður haldinn fimmtudaginn 23. maí klukkan 17:00 að Sigtúni 42 í Reykjavík, húsnæði ÖBÍ réttindasamtaka þar sem Tourette-samtökin eru með skrifstofu.